Lífið

Ewan vill gera Moulin Rouge 2

Ewan McGregor vill gera framhaldsmynd af Moulin Rouge. Hann segist hafa verið það hrifinn af óvenjulegri myndatökunni og leikstjóranum Baz Luhrman að hann langar að leika persónuna aftur. "Ég hef aldrei gert nokkuð þessu líkt og það ekkert þessu líkt hefur nokkurn tíma verið gert. Tækifærið að syngja og dansa var stórkostlegt. Mér leið eins og ég væri í sirkus," sagði McGregor. "Hver vinnudagur var ólíkur hinum, litirnir, tónlistin og hinn klikkaði Baz. Ég myndi hiklaust gera þetta aftur og myndi glaður taka þátt í Moulin Rouge 2.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.