Erlent

Hollendingar efast um Wolfowitz

Fjármálaráðherra Hollands hefur hreyft mótmælum við tilnefningu Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í stöðu bankastjóra Alþjóðabankans og segir að það færi best á því að tilnefna fleiri en einn í stöðuna. Það vakti mikla undrun og viðbrögð þegar Bush tilnefndi Wolfowitz enda er hann einna þekktastur fyrir harðlínuafstöðu sína í Íraksstríðinu en litlum sögum hefur hins vegar farið af afstöðu hans til þróunarmála. Fyrir fram var búist við háværum mótmælum Evrópuþjóða en Bretar hafa þegar lýst ánægju sinni með Wolfowitz sem og stjórnvöld í Austurríki og Hollendingar eru því fyrstir til að lýsa yfir einhverjum efasemdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×