Sport

Kristinn Darri hættur hjá Fram

Kristinn Darri Röðulsson, varnarmaðurinn ungi og stórefnilegi, hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Fram um að losna frá liðinu, en hann kom til Fram í haust frá ÍA. Ástæðuna segir hann vera persónulegs eðlis. Kristinn Darri hefur enn ekki samið við nýtt lið en vitað er af áhuga hjá Skagamönnum ásamt fleiri liðum. Kristinn Darri hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands og greinilegt að þarna er á ferðinni sterkur leikmaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×