Sport

Jerome Damon dæmir gegn Króötum

Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku.  Aðstoðardómarar verða Tshotleno Enock Molefe og Justice Kingsley Yeboah, og fjórði dómari Daniel Bennet.  Molefe og Bennet eru frá Suður-Afríku, líkt og dómari leiksins, en Yeboah er frá Ghana.  Eftirlitsmaður FIFA verður Belginn Michel Piraux og Paolo Bergamo frá Ítalíu verður dómaraeftirlitsmaður. Þetta kom fram á heimasíðu knattspyrnusambandsins, www.ksi.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×