Sport

Villeneuve ekki að hætta

Fyrrum heimsmeistarinn og ökuþórinn Jacques Villeneuve hjá Sauber liðinu í Formúlu 1 segist ekki vera að hætta sem ökumaður hjá liðinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Villeneuve verði látinn víkja og að aðstoðarökumaður BAR liðsins, Anthony Davidson, tæki sæti hans í liðinu. "Ég hef nú ekkert heyrt eða lesið um þetta.  Við byrjuðum tímabilið illa í ár og settumst niður og skoðuðum hvað fór úrskeiðis.  Það er svosem eðlilegt að fólk fari að pískra ef að illa gengur", sagði ökumaðurinn, sem afsakar slaka frammistöðu sína á því að bílarnir hafi breyst mjög mikið síðan hann var að keppa reglulega síðast, sem var í hittifyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×