Lífið

Concert býður á Showcase á Hard Rock Café

Concert býður til tónlistarveislu á Hard Rock Café, annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þar koma meðal annarra fram Hildur Vala nýkrýnd Idol stjarna, Nylon flokkurinn, Skítamórall og nýtt súperband, Ísafold sem nú er að svifta af sér hulunni. Skemmtikraftarnir munu koma fram hver á fætur öðrum og spila langt fram á nótt. Fullkomið hljóðkerfi og ljósakerfi hefur verið sett upp á Hard Rock í tilefni kvöldsins. Þau Hildi Völu, Nylon og Skítamóral þarf ekki að kynna fyrir neinum en nýjasta súperbandið Ísafold er nýbyrjað að spila saman og hefur farið huldu höfði til þessa.Meðlimir þess eru þó engir byrjendur því þeir hafa spilað í ýmsum þekktum hljómsveitum.Benedikt Brynleifsson er trommuleikari bandsins en hann spilaði áður með 200.000 naglbítum, The Flavors og Englum. Birgir Kárason er bassaleikari en hann spilaði áður með Englum, Guðrún Lísa Einarsdóttir er söngkona sveitarinnar og átti hún lagið Litir sem fékk mikla spilun sumarið 2003. Hljómborðsleikari sveitarinnar er Vignir Stefánsson og Kristján Grétarsson er gítarleikari og hefur áður spilað með Stjórninni, The Flavors og Englum. Aðgangur er ókeypis inn á Hard Rock Café á fimmtudagskvöld en þar verður 18. ára aldurstakmark. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir ! Heimasíða Concert





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.