Erlent

Ræningjarnir enn ófundnir

Ræningjarnir sem rændu þremur verkum eftir listmálarann Edvard Munch á hóteli í Noregi í gær eru enn ófundnir. Á meðal verkanna var sjálfsmynd listamannsins og mynd af sænska leikskáldinu August Strindberg. Þjófavarnarkefi hótelsins var ekki í gangi þegar ránið var framið og engar eftirlitsmyndavélar eru í byggingunni. Lögreglan hefur ekki látið neitt uppi um hvort þjófnaðurinn á málverkunum í gærkvöldi tengist ráninu á Munch-safninu í Ósló síðastliðið haust þegar Ópinu, frægasta verki Munchs, og Madonnu var stolið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×