Erlent

Líkur á morði aukast um 272%

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty Interantional gjalda konur sífellt hærri toll fyrir milljarða viðskipti sem fárar reglur eru til um. Skýrslan kom út í dag, degi fyrir alþjóða kvennadaginn. Áætlað er að nú séu 650 milljónir smávopna í heiminum sem flest eru í höndum karlmanna. Nærri sextíu prósent vopnanna eru í eigu einstaklinga en nú stendur yfir herferð sem kallast "Komum böndum á vopnin". Í skýrslunni kemur fram að í Bandaríkjunum eykst hættan á að einhver á heimilinu verði myrtur um 41 prósent ef byssa er til á heimilinu. Hættan á að konur á heimilinu verði myrtar eykst aftur á móti um 272 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×