Unglingarnir standa sig vel Stefán Jón Hafstein skrifar 7. mars 2005 00:01 Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar