Lífið

Vann tvo miða á tónleika Carreras

Ragnhildur Blöndal datt í lukkupott Vísis og Concert en nafn hennar var dregið úr þúsundum nýrra skráninga fyrir frípósti á Vísi. Ragnhildur vann miða fyrir tvo á tónleika José Carreras en stórtenórinn heldur tónleika í Háskólabíói laugardagskvöldið 5. mars. Enn eru örfáir miðar lausir að sögn tónleikahaldara. Jose Carreras er án efa einn einn frægasti söngvari heims. Hann hélt tónleika í Laugardalshöll haustið 2001 og komust þá færri að en vildu. Nú er hann kominn til landsins á ný á vegum Concert og heldur eina tónleika í Háskólabíói laugardagskvöldið 5. mars. Með Carreras í för er strengjakvartettinn Nuovo Quartetto Italiano og píanóleikarinn Lorenzo Bavaj. Á tónleikunum 2001 söng Carreras með Diddú og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar en að öllum líkindum ekki óperuaríur. Enn eru örfáir miðar til sölu á tónleikana en uppselt er í dýrustu svæðin. Miðaverð er frá kr. 14.900. Hægt er að kaupa miða hjá Concert ehf. í síma 511 2255 og á heimasíðunni www.concert.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.