Færri sóttu hjálp vegna nauðgana 2. mars 2005 00:01 Alls komu 104 á neyðarmóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss og leituðu aðstoðar vegna nauðgunar á síðasta ári. Þar af voru tveir karlmenn. Eyrún Björg Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur Neyðarmóttökunnar, segir komur færri en árin tvö á undan, þegar þær hafi verið 119 hvort ár. Alls hafi 1.155 sótt til móttökunnar frá opnun hennar árið 1993 til síðustu áramóta. Yngsta fórnarlambið var 12 ára og það elsta 78 ára. Eyrún segir erfitt að geta til um ástæðu fækkunarinnar en hugsanlega megi rekja hana til umræðu um skipulagsbreytingu, uppsagnir starfsfólks og flutning deildarinnar sem til stóð í fyrra en ekkert varð af. "Við vitum ekki hvort öll þessi umræða við neyðarmóttökuna hefur orðið til þess að fólk hafi haldið að búið væri að leggja hana af á tímabili," segir Eyrún og bendir á að svo geti verið því neyðarmóttakan sé ekki mikið kynnt. Eyrún segir starfsfólk neyðarmóttökunnar hafa merkt að fleiri stúlkum en áður hafi verið nauðgað utandyra. Slíkt hafi þær séð áður en ekki í eins miklum mæli. Gerendur hafi jafnvel verið fleiri en tveir eða þrír. Stúlkur um fjórtán ára aldur hafi verið meðal fórnarlamba. "Er það jafnvel við aðstæður sem manneskjur eiga alls ekki von á að ráðist sé á þær," segir Eyrún: "Okkur finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að svona strákar sem eru saman í hópi dragi stúlku afsíðis, nauðgi og fari illa með. Þeir virðast ekki þola að vera hafnað þegar stúlkan hefur sagt þeim að láta sig vera og hún vilji ekki tala við þá og ákveða þá að ráðast á hana," segir Eyrún. Þróunin virðist eins sé horft til nauðgana og annarra líkamsárása. Eyrún segir starfsfólk deildarinnar stundum verða vart við svipað mynstur nauðgana í sögum fórnarlamba. Það geti þó ekki vitað hvort sami maðurinn sé á ferð. Grunsemdir hafi stundum vaknað en starfsfólkið geti aldrei staðfest slíkt enda rannsóknir mála í höndum lögreglunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Alls komu 104 á neyðarmóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss og leituðu aðstoðar vegna nauðgunar á síðasta ári. Þar af voru tveir karlmenn. Eyrún Björg Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur Neyðarmóttökunnar, segir komur færri en árin tvö á undan, þegar þær hafi verið 119 hvort ár. Alls hafi 1.155 sótt til móttökunnar frá opnun hennar árið 1993 til síðustu áramóta. Yngsta fórnarlambið var 12 ára og það elsta 78 ára. Eyrún segir erfitt að geta til um ástæðu fækkunarinnar en hugsanlega megi rekja hana til umræðu um skipulagsbreytingu, uppsagnir starfsfólks og flutning deildarinnar sem til stóð í fyrra en ekkert varð af. "Við vitum ekki hvort öll þessi umræða við neyðarmóttökuna hefur orðið til þess að fólk hafi haldið að búið væri að leggja hana af á tímabili," segir Eyrún og bendir á að svo geti verið því neyðarmóttakan sé ekki mikið kynnt. Eyrún segir starfsfólk neyðarmóttökunnar hafa merkt að fleiri stúlkum en áður hafi verið nauðgað utandyra. Slíkt hafi þær séð áður en ekki í eins miklum mæli. Gerendur hafi jafnvel verið fleiri en tveir eða þrír. Stúlkur um fjórtán ára aldur hafi verið meðal fórnarlamba. "Er það jafnvel við aðstæður sem manneskjur eiga alls ekki von á að ráðist sé á þær," segir Eyrún: "Okkur finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að svona strákar sem eru saman í hópi dragi stúlku afsíðis, nauðgi og fari illa með. Þeir virðast ekki þola að vera hafnað þegar stúlkan hefur sagt þeim að láta sig vera og hún vilji ekki tala við þá og ákveða þá að ráðast á hana," segir Eyrún. Þróunin virðist eins sé horft til nauðgana og annarra líkamsárása. Eyrún segir starfsfólk deildarinnar stundum verða vart við svipað mynstur nauðgana í sögum fórnarlamba. Það geti þó ekki vitað hvort sami maðurinn sé á ferð. Grunsemdir hafi stundum vaknað en starfsfólkið geti aldrei staðfest slíkt enda rannsóknir mála í höndum lögreglunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira