Baráttan um rektorsembættið 2. mars 2005 00:01 Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira