Baráttan um rektorsembættið 2. mars 2005 00:01 Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira