Lífið

Sér sóknarfæri í Eastwood

"Clint er töffari," segir Bessi Bjarnason leikari um kollega sinn og jafnaldra Clint Eastwood, en mynd hans, Million Dollar Baby, vann til fernra Óskarsverðlauna á dögunum og Eastwood var valinn besti leikstjórinn. Bessi hefur miklar mætur á Clint en hefur þó ekki komist yfir að horfa á allar myndirnar hans. "Ég er ekki búinn að sjá nýju myndina en það er aldrei að vita nema maður kíki einhvern daginn í bíó." Bessa finnst Clint þó langflottastur í gömlu spagettí vestrunum. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa marga fjöruna sopið í leiklistinni, en Bessi hefur aldrei söðlað um og leikstýrt eins og félagi hans vestra. "Kannski er sóknarfæri núna. Það eru svo margir að hætta í Þjóðleikhúsinu að það er aldrei að vita nema maður drífi smá mannskap með sér og leikstýri einum vestra eða svo," segir Bessi og gefur ekki upp vonina um eigin Óskarsverðlaun. Bessi og Clint verða báðir 75 ára á árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.