Erlent

Ástralir ekki hrifnir af Karli

Ástralíuheimsókn Karls Bretaprins hófst í gær en hann ráðgerir meðal annars að hitta fórnarlömb hryðjuverkanna á Balí sem voru framin haustið 2002. Bretadrottning er þjóðhöfðingi Ástrala og því vekur heimsókn Karls mikla athygli í landinu. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar telur að Ástralía eigi að verða sjálfstætt lýðveldi og hafa sjaldan jafn margir verið þeirrar skoðunar. Telja margir að hjónabandsvafstur Karls og Camillu Parker Bowles hafi þar sitt að segja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×