Erlent

Réttarhaldið yfir Jacko hafið

Málflutningur hófst í gær í réttarhöldunum yfir Michael Jackson en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað ungan pilt. Yfir 1.500 blaða- og fréttamenn eru staddir í smábænum Santa Maria þar sem réttarhöldin fara fram en heimili Jacksons er í lögsagnarumdæmi hans. Jackson neitar þráfaldlega sök en bæði verjendur og sækjendur hyggjast kalla fram yfir 350 vitni til að sanna mál sitt. Þar á meðal verða ýmsir þekktir einstaklingar, til dæmis Liz Taylor, Stevie Wonder, Eddie Murphy, Diana Ross, Macaulay Culkin og Jay Leno.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×