Óskarsverðlaunin handan við hornið 27. febrúar 2005 00:01 Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt. Erlent Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Connie Francis er látin Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira
Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt.
Erlent Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Connie Francis er látin Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira