Óskarsverðlaunin handan við hornið 27. febrúar 2005 00:01 Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt. Erlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt.
Erlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira