Alltaf legið eitthvað á hjarta 25. febrúar 2005 00:01 "Núna ætla ég að snúa mér að ritstörfum mínum," segir Gerður Kristný Guðjónsdóttir aðspurð um hvað hún muni aðhafast nú þegar hún hefur hætt störfum sem ritstjóri Mannlífs eftir sex ára setu. "Fyrirtækið, Fróði, sem ég hætti hjá þegar ég fór í barneignarleyfið hefur breyst ansi mikið, það er flutt í annað hverfi og stór hluti samstarfsfólks míns hefur annað hvort hætt eða því verið sagt upp og þetta er því ekki alveg sama fyrirtæki." Gerður eignaðist son í lok ársins og erfinginn litli er orðinn tveggja mánaða gamall og undurfagur að sögn móðurinnar. Hann var nefndur Kristján Skírnir og er Kristjánsson. "Fyrra nafn hans er í höfuðið á okkur foreldrunum og það seinna út í bláinn. Reyndar hét skósveinn Freys úr goðafræðinni Skírnir og hann bað Gerðar fyrir Frey, svo þetta er að vissu leyti tengt mínu nafni." Gerður Kristný efast ekki um að hún snúi aftur í fjölmiðlaheiminn þó ekki væri nema að hluta til. "Ég á eflaust eftir að grípa í þetta þó það væri ekki nema að skrifa eina og eina grein eða láta eitthvað að mér kveða í útvarpinu. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að gera þætti. Ég á samt ekki eftir að sjá neitt eftir ritstjórnarstarfinu þar sem það var alfarið mín ákvörðun að hætta. Sex ár er frekar langur tími sem ritstjóri og sá lengsti sem einhver hefur setið þarna hjá Mannlífi. Blaðið sjálft hefur líka breyst að ýmsu leiti og til dæmis fór aukablöðunum fjölgandi. Ég get ekki beinlínis sagt að ég hafi notið þess að ritstýra bílablaðinu," segir Gerður og hlær. Aðspurð hvort eitthvað standi upp úr á ritstjóraárunum nefnir hún nokkur atriði. "Mér tókst til dæmis að fá mann til að játa á sig morð áður en lögreglunni tókst það. Einnig skrifaði ég grein um unga konu sem stundaði vændi í reykjavík, þjáðist af geðveiki, og svipti sig að lokum lífi en sú grein vakti athygli og skipti mig miklu máli. Ég er líka stolt af því að hafa tekist að koma blaðinu á réttan kjöl þegar ég tók við 1998, en þá stóð til að leggja það niður. Einnig segir Gerður í léttum tón að hún sé mjög ánægð með að hafa fundið upp orðið "krúttkynslóðin" sem virðist ætla að festa sig í tungunni. Eitt telur hún víst og það er að hún hefur alltaf og mun alltaf hafa þörf fyrir að skrifa. "Ég hef verið að skrifa frá því að ég man eftir mér enda hefur mér alltaf legið eitthvað á hjarta." Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
"Núna ætla ég að snúa mér að ritstörfum mínum," segir Gerður Kristný Guðjónsdóttir aðspurð um hvað hún muni aðhafast nú þegar hún hefur hætt störfum sem ritstjóri Mannlífs eftir sex ára setu. "Fyrirtækið, Fróði, sem ég hætti hjá þegar ég fór í barneignarleyfið hefur breyst ansi mikið, það er flutt í annað hverfi og stór hluti samstarfsfólks míns hefur annað hvort hætt eða því verið sagt upp og þetta er því ekki alveg sama fyrirtæki." Gerður eignaðist son í lok ársins og erfinginn litli er orðinn tveggja mánaða gamall og undurfagur að sögn móðurinnar. Hann var nefndur Kristján Skírnir og er Kristjánsson. "Fyrra nafn hans er í höfuðið á okkur foreldrunum og það seinna út í bláinn. Reyndar hét skósveinn Freys úr goðafræðinni Skírnir og hann bað Gerðar fyrir Frey, svo þetta er að vissu leyti tengt mínu nafni." Gerður Kristný efast ekki um að hún snúi aftur í fjölmiðlaheiminn þó ekki væri nema að hluta til. "Ég á eflaust eftir að grípa í þetta þó það væri ekki nema að skrifa eina og eina grein eða láta eitthvað að mér kveða í útvarpinu. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að gera þætti. Ég á samt ekki eftir að sjá neitt eftir ritstjórnarstarfinu þar sem það var alfarið mín ákvörðun að hætta. Sex ár er frekar langur tími sem ritstjóri og sá lengsti sem einhver hefur setið þarna hjá Mannlífi. Blaðið sjálft hefur líka breyst að ýmsu leiti og til dæmis fór aukablöðunum fjölgandi. Ég get ekki beinlínis sagt að ég hafi notið þess að ritstýra bílablaðinu," segir Gerður og hlær. Aðspurð hvort eitthvað standi upp úr á ritstjóraárunum nefnir hún nokkur atriði. "Mér tókst til dæmis að fá mann til að játa á sig morð áður en lögreglunni tókst það. Einnig skrifaði ég grein um unga konu sem stundaði vændi í reykjavík, þjáðist af geðveiki, og svipti sig að lokum lífi en sú grein vakti athygli og skipti mig miklu máli. Ég er líka stolt af því að hafa tekist að koma blaðinu á réttan kjöl þegar ég tók við 1998, en þá stóð til að leggja það niður. Einnig segir Gerður í léttum tón að hún sé mjög ánægð með að hafa fundið upp orðið "krúttkynslóðin" sem virðist ætla að festa sig í tungunni. Eitt telur hún víst og það er að hún hefur alltaf og mun alltaf hafa þörf fyrir að skrifa. "Ég hef verið að skrifa frá því að ég man eftir mér enda hefur mér alltaf legið eitthvað á hjarta."
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira