Lífið

Sirrý fermir son sinn

"Ég var bara þannig gerð og fannst þetta svo mikið veraldlegt stress sem ég var ekki að finna mig í," segir sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir betur þekkt sem Sirrý þegar hún er spurð af hverju hún hafi ekki látið ferma sig. Sirrý stendur nú í fermingaundirbúningi þar sem eldri sonur hennar mun fermast í byrjun apríl. "Ég veit ekki hvort ég ætti að vera eitthvað stressuð. Aðal atriðið er að ákveða hverjum maður ætlar að bjóða og hvar veislan eigi að vera. Í fyrstu hafði ég hugsað mér að halda þetta heima en ákvað svo að leigja sal svo þetta verði sem ánægjulegast fyrir barnið." Sirrý segist sjálf hafa verið afar sjálfstæður unglingur og jafnvel svolítill hippi í sér. "Foreldrar mínir beittu mig engum þrýstingi en ég fann alveg fyrir þrýstingi frá prestinum, kennurum og félögunum. Mörgum fannst svolítið skrítið að ég ætlaði ekki að fermast en nú veit ég að maður lifir alveg af þótt maður sé dálítið öðruvísi, jafnvel á unglingsárunum," segir Sirrý og bætir við að hún hafi breyst mikið með árunum. Lestu meira í tímartinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.