Lífið

Páfagaukur kostar hálfa milljón

"Hann er ræktaður í Hollandi," segir eigandi Dýraríkisins, Gunnar Vilhelmsson. Páfagaukurinn hefur enn ekki fengið nafn og fær það ekki fyrr en nýr eigandi gefur honum það. Einn ljóður hefur verið á ráði ungans, að sögn Gunnars: "Hann er mikið upp á kvenhöndina, en honum hefur verið frekar illa við karlmenn. Til þess að koma vitinu fyrir hann hefur karlkyns starfsmaður í Dýraríkinu tekið hann heim með sér á kvöldin og haft hann hjá sér yfir nóttina." Páfagaukurinn er ræktaður í Hollandi, handmataður og kom hingað sem ungi. Hann þurfti í hefðbundna sóttkví, þegar hann kom til landsins, en er nú óðum að jafna sig eftir dvölina þar. Gunnar segir að strangar siðferðilegar reglur gildi um páfagauka og fleiri dýrategundir sem lifa villtar í öðrum heimsálfum. Þeir séu ekki undir neinum kringumstæðum teknir úr umhverfi sínu, heldur einungis úr öruggri ræktun, eins og í Hollandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.