Símakostnaður hefur þrefaldast 22. febrúar 2005 00:01 Útgjöld íslenskra heimila vegna síma- og póstkostnaðar hækkuðu um 70 prósent á árunum 1995 til 2002, eftir að farsímavæðing landsins fór af stað. Í rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofa Íslands gerði árið 1995 kom í ljós að heildarútgjöld vegna póst- og símakostnaðar yfir árið var 32.376 þúsund krónur á ári, um 2.700 krónur á mánuði. Sjö árum seinna var kostnaðurinn hlaupinn upp í 108.048 krónur, um níu þúsund krónur á mánuði. Kostnaðaraukinn skrifast að mestu leyti á tilkomu GSM-símans, internetsins og tengdrar þjónustu. Árið 1994 voru GSM-áskriftir rétt rúmlega tvö þúsund. Síðan þá hefur fjöldi GSM-áskrifta stigmagnast og árið 2003 voru þær orðnar rúmlega 256 þúsund manns, þannig að á aðeins áratug höfðu rúm 80 prósent landsmanna eignast GSM-síma. Rétt er að taka fram að óvíst er hvort öll númerin hafi verið í notkun. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að hjá símanum séu um 175 þúsund símanúmer í notkun. Bjarki Jóhannesson, deildarstjóri hjá Og Vodafone, segir um 80 þúsund virk símanúmer á skrá hjá fyrirtækinu. Heildartala virkra GSM-númera er því um 255 þúsund. Heimasímum hefur aftur á móti fækkað. Árið 2000 voru heimasímar á 95 prósentum heimila í landinu en árið 2002 voru aðeins 89 prósent heimila með heimasíma. Sem hlutfall af heildarútgjöldum heimila hefur póst- og símakostnaður rúmlega tvöfaldast. Árið 1995 var hann 1,4 prósent af heildarútgjöldum en árið 2002 hafði hlutfallið hækkað í 3,1 prósent. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segist verða greinilega vör við þessa þróun hjá þeim sem leita til stofnunarinnar. "Símareikningurinn er að verða sífellt stærri þáttur í útgjöldum heimilanna. Það þarf að fræða fólk meira um gjaldskrár símafyrirtækja og gera það meðvitaðra um farsímanotkunina, því hún er mun dýrari en notkun heimilissíma." Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Útgjöld íslenskra heimila vegna síma- og póstkostnaðar hækkuðu um 70 prósent á árunum 1995 til 2002, eftir að farsímavæðing landsins fór af stað. Í rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofa Íslands gerði árið 1995 kom í ljós að heildarútgjöld vegna póst- og símakostnaðar yfir árið var 32.376 þúsund krónur á ári, um 2.700 krónur á mánuði. Sjö árum seinna var kostnaðurinn hlaupinn upp í 108.048 krónur, um níu þúsund krónur á mánuði. Kostnaðaraukinn skrifast að mestu leyti á tilkomu GSM-símans, internetsins og tengdrar þjónustu. Árið 1994 voru GSM-áskriftir rétt rúmlega tvö þúsund. Síðan þá hefur fjöldi GSM-áskrifta stigmagnast og árið 2003 voru þær orðnar rúmlega 256 þúsund manns, þannig að á aðeins áratug höfðu rúm 80 prósent landsmanna eignast GSM-síma. Rétt er að taka fram að óvíst er hvort öll númerin hafi verið í notkun. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að hjá símanum séu um 175 þúsund símanúmer í notkun. Bjarki Jóhannesson, deildarstjóri hjá Og Vodafone, segir um 80 þúsund virk símanúmer á skrá hjá fyrirtækinu. Heildartala virkra GSM-númera er því um 255 þúsund. Heimasímum hefur aftur á móti fækkað. Árið 2000 voru heimasímar á 95 prósentum heimila í landinu en árið 2002 voru aðeins 89 prósent heimila með heimasíma. Sem hlutfall af heildarútgjöldum heimila hefur póst- og símakostnaður rúmlega tvöfaldast. Árið 1995 var hann 1,4 prósent af heildarútgjöldum en árið 2002 hafði hlutfallið hækkað í 3,1 prósent. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segist verða greinilega vör við þessa þróun hjá þeim sem leita til stofnunarinnar. "Símareikningurinn er að verða sífellt stærri þáttur í útgjöldum heimilanna. Það þarf að fræða fólk meira um gjaldskrár símafyrirtækja og gera það meðvitaðra um farsímanotkunina, því hún er mun dýrari en notkun heimilissíma."
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira