Innlent

Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt

Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær. Þröstur Eyvinds, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild, segir orðróm hafa borist um að mennirnir tengdust ráninu. Við frekari grennslan hafi svo ekki verið. Tveir menn ógnuðu starfsfólki apóteksins með hnífum og höfðu á brott með sér örvandi lyf. Þeir reyndu einnig að opna peningahirslur en tókst ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×