Bein grænlenskra á Skriðuklaustri? 19. febrúar 2005 00:01 Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. Beinin sem fundust við uppgröftinn að Skriðuklaustri eru af tveimur manneskjum, að því að talið er inúítakonum. Dr. Niels Lynnerup, forstöðumaður Rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við réttarlæknisstofnun Kaupmannahafnarháskóla, er kominn til landsins til að rannsaka líkamsleifarnar. Hann segist vona að bráðabirgðaniðurstöður fáist á morgun eða hinn með greiningu en það geti tekið vikur, mánuði eða ár að fá endanlega niðurstöðu og kannski fáist hún aldrei. Lynnerup segir ekki víst að DNA-sýni náist. Hins vegar séu ýmis merki á tönnum og beinum sem gefi vísbendingar. Hann segir vitað að tengsl hafi verið á milli norrænna manna og inúíta og norrænir menn hafi hitt þá á ferðum sínum. Samskiptin hafi tengst vöruskiptum og verið afar tilviljunarkennd. Reynist þessi bein af inúítum varpar það nýju ljósi á tengslin. Lynnerup segir að ljóst sé að ef um inúíta sé að ræða megi draga þá ályktun að nánara samband hafi verið á milli landanna en áður hafi verið talið, en í uppgreftri í kirkjugörðum norrænna manna á Grænlandi hafi ekki enn fundist neinir inúítar grafnir. Á morgun heldur Lynnerup fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um hvarf norrænna manna frá Grænlandi. Hann segist telja að raunveruleikinn hafi ekki verið eins dramatískur og hingað til hafi verið talið. Fólk sækist eftir betri lífskjörum eins og sjáist nú til dags og ungt fólk flytji þangað sem það telji sig eiga betri framtíð. Hann haldi að skýringin sé svo hversdagsleg. Ýmislegt bendi til þess að veðurfar hafi versnað og lífsskilyrði norrænna manna í Grænlandi að sama skapi. Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. Beinin sem fundust við uppgröftinn að Skriðuklaustri eru af tveimur manneskjum, að því að talið er inúítakonum. Dr. Niels Lynnerup, forstöðumaður Rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við réttarlæknisstofnun Kaupmannahafnarháskóla, er kominn til landsins til að rannsaka líkamsleifarnar. Hann segist vona að bráðabirgðaniðurstöður fáist á morgun eða hinn með greiningu en það geti tekið vikur, mánuði eða ár að fá endanlega niðurstöðu og kannski fáist hún aldrei. Lynnerup segir ekki víst að DNA-sýni náist. Hins vegar séu ýmis merki á tönnum og beinum sem gefi vísbendingar. Hann segir vitað að tengsl hafi verið á milli norrænna manna og inúíta og norrænir menn hafi hitt þá á ferðum sínum. Samskiptin hafi tengst vöruskiptum og verið afar tilviljunarkennd. Reynist þessi bein af inúítum varpar það nýju ljósi á tengslin. Lynnerup segir að ljóst sé að ef um inúíta sé að ræða megi draga þá ályktun að nánara samband hafi verið á milli landanna en áður hafi verið talið, en í uppgreftri í kirkjugörðum norrænna manna á Grænlandi hafi ekki enn fundist neinir inúítar grafnir. Á morgun heldur Lynnerup fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um hvarf norrænna manna frá Grænlandi. Hann segist telja að raunveruleikinn hafi ekki verið eins dramatískur og hingað til hafi verið talið. Fólk sækist eftir betri lífskjörum eins og sjáist nú til dags og ungt fólk flytji þangað sem það telji sig eiga betri framtíð. Hann haldi að skýringin sé svo hversdagsleg. Ýmislegt bendi til þess að veðurfar hafi versnað og lífsskilyrði norrænna manna í Grænlandi að sama skapi.
Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira