Erlent

Fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi

Finnska ríkisráðið hefur veitt Industrins Kraft leyfi til að byggja fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi. Bygging versins, sem mun bera heitið Olkiluoto 3, mun sennilega hefjast nú þegar. Pólitísk ákvörðun um bygginguna var tekin í þinginu fyrir þremur árum og sveitarfélagið Eurajoki, þar sem verið kjarnorkuverður byggt, veitti fyrr í þessari viku byggingarleyfi. Samkvæmt áætlunum Industrins Kraft verður nýi kjarnakljúfurinn tekinn í notkun árið 2009. Hann er framleiddur af fransk-þýska fyrirtækinu Framatome og Siemens frá Þýskalandi og mun framleiða 1600 megavött. Reiknað er með að þetta fimmta kjarnorkuver Finnlands framleiði rafmagn í 60 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×