Erlent

Óvíst um orsök sprengingarinnar

Allt er enn á huldu um sprengingu sem greint var frá að hefði orðið nálægt kjarnorkuveri í Íran í morgun. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Að sögn ríkissjónvarpsins í Íran er ekki rétt að skotið hafi verið úr flugvél heldur hafi sprengingin orðið vegna þess að eldsneytistankur hafi losnað af íranskri flugvél. Fyrir skömmu barst svo yfirlýsing frá öryggissveitum í Íran þar sem fullyrt var að hvorug þessara skýringa væri rétt. Hvað sem öðru líður segjast hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar neitt hafa með sprenginguna að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×