Lífið

Bang Gang í The O.C.

Lagið Follow með hljómsveitinni Bang Gang hljómaði í tólfta sjónvarpsþætti The O.C. sem var sýndur á Fox-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Þátturinn sem um ræðir heitir The Lonely Hearts Club og hljómar lagið í atriði þar sem persónurnar Summer og Zach ræða samband sitt á hótelherbergi á Valentínusardaginn. Þátturinn verður sýndur hér á landi um næstu jól en lagið er tekið af síðustu plötu Bang Gang, Something Wrong. Tónlistin sem heyrist í þessum vinsælu unglingaþáttum þykir mjög eftirtektarverð og reglulega hafa verið gefnar út plötur með lögum úr þeim. Á meðal annarra listamanna sem hafa átt lög í þáttunum eru stór nöfn á borð við U2, Interpol, Gwen Stefani, The Thrills, Modest Mouse og The Album Leaf,





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.