Sport

Stjórn KSÍ var einróma endurkjörin

Stjórn KSÍ var einróma endurkjörinn á ársþingi sambandsins á laugardaginn. Sambandið áætlar að skila tæplega 500 þúsund króna hagnaði á þessu ári en fjárhagsáætlun stjórnarinnar var samþykkt á ársþinginu. Þetta þing var í rólegri kantinum og voru engar stórvægilegar tillögur samþykktar. Ákveðið var að skipa milliþinganefnd sem á að fara yfir gerð og hönnun leikvalla til að þeir séu betur í stakk búnir til að bregðast við hugsanlegri fjölgun liða í efstu deild. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var kosinn til tveggja ára í fyrra og var því ekki í kjöri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×