Sport

Silja tryggði sér keppnisrétt

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt í 400 metra hlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu innanhúss þegar hún varð fjórða á móti í Arkansas á 53,51 sekúndu. Silja hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í Madríd í mars. Sunna Gestsdóttir USAH sigraði í langstökki á sænska meistaramótinu innanhúss þegar hún stökk 6,02 metra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×