Leigubílstjóri í 50 ár 11. febrúar 2005 00:01 "Þessi bíll er alltof dýr fyrir mig, ég las það í blaðinu í morgun," voru fyrstu orð ungrar konu í Kópavoginum þegar Svanur Halldórsson renndi í hlað hjá henni á silfurlitaðri átta manna Hyundai Starex GRX leigubifreið sinni á fimmtudagsmorgun. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var fjallað um startgjald leigubíla og það sagt hærra ef um stóra bíla væri að ræða. Slíkt á aðeins við ef farþegarnir eru fleiri en fjórir. Séu þeir færri er startgjaldið það sama og hjá venjulegum bílum. "Þessi misskilningur var ríkjandi um tíma en það var eiginlega búið að eyða honum. Menn voru oft í bílaröðinni og þurftu að útskýra þetta fyrir fólki," segir Svanur sem ekið hefur leigubíl í nákvæmlega fimmtíu ár þann 1. mars næstkomandi og ekki unnið annað með. Lengst af ók hann hefðbundnum fólksbílum en fyrir tólf árum keypti hann sér stóran bíl. "Það var kall tímans. Þegar ég var ungur og fór á dansleiki var farið út milli hálf níu og níu og dansað til eitt. Nú safnast menn saman í heimahúsum og horfa á vídeóspólu, borða pitsu og drekka nokkra bjóra. Svo fara menn á pöbbarölt í bænum og þá þarf stóran bíl. Svo er sama sagan þegar farið er heim. Menn fara þá saman, panta pitsu og geimið stendur til morguns." En það var þó ekki bara til að koma skemmtanaglöðum á milli staða sem Svanur keypti stóran bíl. "Þessi mikla útrás Íslendinga til annarra landa gerir það að verkum að það er mikil þörf á svona bílum í Keflavíkurferðirnar. Svo eru það skoðunarferðirnar með útlendingana á Gullfoss og Geysi og í Bláa lónið. Þá grúbbar fólk sig saman því það hefur komist að því að það er ódýrar að slá saman í leigubíl en að kaupa sæti í rútu." Svanur er ánægður í vinnunni. Um það verður ekki villst þegar haft er í huga að hann hefur ekið í að verða 50 ár og lagt ófáa kílómetrana að baki. "Ég tók þetta saman um daginn og hef þegar ekið rúmlega 3,8 milljónir kílómetra. Það eru nokkrir hringir í kringum Jörðina." Þessi samlíking Svans er raunar hóflega áætluð. Hringirnir eru 95! Fyrir utan að aka hefur hann helst unun af hestum og á sjálfur þrjá og nokkra til viðbótar með börnunum sínum. En það er meira en að segja það að gera það gott í leigubílaakstrinum. "Þetta byggist á ástundun og útsjónarsemi. Við þurfum að fylgjast með rútum, skemmtistöðum og skólaböllum enda erum við sjálfstæðir atvinnurekur. Það hafa komið lægðir og hæðir en þetta hefur oft verið mjög ábótasöm vinna og skemmtileg," segir Svanur. Fyrstu fimm árin ók hann hjá BSR en skipti svo yfir á Hreyfil. "Þar var opið allan sólarhringinn, ég var með stóra fjölskyldu og þurfti að vinna mikið." Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Það þekkir Svanur úr bílstjórasætinu. "Áður drukku menn brennivín og voru fullir og fínir. Nú eru menn raunveruleikafirrtir af lyfjaneyslu og það er allt annað og verra. Því fylgir allt annað viðmót gagnvart þeim sem veita þjónustu. Dónaskapurinn hefur vaxið verulega og eins og fréttir sýna er mönnum misþyrmt og þeir jafnvel skornir á háls. Þetta var gjörsamlega óþekkt hér áður," segir Svanur en leggur ríka áherslu á að stærsti hluti farþeganna sé afskaplega elskulegur. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
"Þessi bíll er alltof dýr fyrir mig, ég las það í blaðinu í morgun," voru fyrstu orð ungrar konu í Kópavoginum þegar Svanur Halldórsson renndi í hlað hjá henni á silfurlitaðri átta manna Hyundai Starex GRX leigubifreið sinni á fimmtudagsmorgun. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var fjallað um startgjald leigubíla og það sagt hærra ef um stóra bíla væri að ræða. Slíkt á aðeins við ef farþegarnir eru fleiri en fjórir. Séu þeir færri er startgjaldið það sama og hjá venjulegum bílum. "Þessi misskilningur var ríkjandi um tíma en það var eiginlega búið að eyða honum. Menn voru oft í bílaröðinni og þurftu að útskýra þetta fyrir fólki," segir Svanur sem ekið hefur leigubíl í nákvæmlega fimmtíu ár þann 1. mars næstkomandi og ekki unnið annað með. Lengst af ók hann hefðbundnum fólksbílum en fyrir tólf árum keypti hann sér stóran bíl. "Það var kall tímans. Þegar ég var ungur og fór á dansleiki var farið út milli hálf níu og níu og dansað til eitt. Nú safnast menn saman í heimahúsum og horfa á vídeóspólu, borða pitsu og drekka nokkra bjóra. Svo fara menn á pöbbarölt í bænum og þá þarf stóran bíl. Svo er sama sagan þegar farið er heim. Menn fara þá saman, panta pitsu og geimið stendur til morguns." En það var þó ekki bara til að koma skemmtanaglöðum á milli staða sem Svanur keypti stóran bíl. "Þessi mikla útrás Íslendinga til annarra landa gerir það að verkum að það er mikil þörf á svona bílum í Keflavíkurferðirnar. Svo eru það skoðunarferðirnar með útlendingana á Gullfoss og Geysi og í Bláa lónið. Þá grúbbar fólk sig saman því það hefur komist að því að það er ódýrar að slá saman í leigubíl en að kaupa sæti í rútu." Svanur er ánægður í vinnunni. Um það verður ekki villst þegar haft er í huga að hann hefur ekið í að verða 50 ár og lagt ófáa kílómetrana að baki. "Ég tók þetta saman um daginn og hef þegar ekið rúmlega 3,8 milljónir kílómetra. Það eru nokkrir hringir í kringum Jörðina." Þessi samlíking Svans er raunar hóflega áætluð. Hringirnir eru 95! Fyrir utan að aka hefur hann helst unun af hestum og á sjálfur þrjá og nokkra til viðbótar með börnunum sínum. En það er meira en að segja það að gera það gott í leigubílaakstrinum. "Þetta byggist á ástundun og útsjónarsemi. Við þurfum að fylgjast með rútum, skemmtistöðum og skólaböllum enda erum við sjálfstæðir atvinnurekur. Það hafa komið lægðir og hæðir en þetta hefur oft verið mjög ábótasöm vinna og skemmtileg," segir Svanur. Fyrstu fimm árin ók hann hjá BSR en skipti svo yfir á Hreyfil. "Þar var opið allan sólarhringinn, ég var með stóra fjölskyldu og þurfti að vinna mikið." Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Það þekkir Svanur úr bílstjórasætinu. "Áður drukku menn brennivín og voru fullir og fínir. Nú eru menn raunveruleikafirrtir af lyfjaneyslu og það er allt annað og verra. Því fylgir allt annað viðmót gagnvart þeim sem veita þjónustu. Dónaskapurinn hefur vaxið verulega og eins og fréttir sýna er mönnum misþyrmt og þeir jafnvel skornir á háls. Þetta var gjörsamlega óþekkt hér áður," segir Svanur en leggur ríka áherslu á að stærsti hluti farþeganna sé afskaplega elskulegur.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira