Sport

United skoðar Casillas

Fregnir herma að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé á höttunum eftir markverðinum Iker Casillas hjá Real Madrid en Casillas er einnig aðalmarkvörður spænska landsliðsins. Hinn 24 ára Casillas er samningsbundinn Madrid til ársins 2006 og hefur látið hafa eftir sér að hann hafi fullan hug á að framlengja samning sinn við liðið. Ferguson freistar þess að ná sér í öflugan markvörð í byrjunarlið United þar sem Roy Carroll og Tim Howard hafa ekki staðið sig sem skildi. Þess má geta að Casillas var aðeins 17 ára að aldri þegar hann hóf að leika með Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×