Sport

Glazer og stjórn United hótað

Lögreglan í Manchester rannsakar nú hótanir sem bandaríska auðkýfinginum Malcolm Glazer og stjórnarmönnum í Manchester United hafa borist að undanförnu frá ákveðnum stuðningsmannahópi félagsins, sem kallar sig "Manchester Educaton Committee". "Manchester Education Committee" hefur gefið það út á vefsíðu sinni að hópurinn lofi Glazer óblíðum móttökum eignist hann meirihlut í United, eins og Glazer hefur lengi stefnt að. Ennfremur segist hópurinn munu verja félagið með kjafti og klóm frá utanaðkomandi auðkýfingum á borð við Glazer. Lögreglan í Manchester rankaði við sér þegar hópurinn sagðist vera að fylgjast grannt með ferðum stjórnarmanna í United en áður hafði hópurinn lýst á hendur sér skemmdaverkum á bíl og húsi Maurice Watkins, aðallögfræðingi United, í kjölfar þess að Watkins seldi Glazer hlut sinn fyrir skömmu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×