Sport

Giggs líka ósáttur við Glazer

Ryan Giggs hjá Manchester United er, rétt eins og samherji hans, Rio Ferdinand, lítt hrifinn af áhuga Malcolm Glazer á að kaupa félagið. Glazer, sem er frá Bandaríkjunum, á 28,1% hlut í liðinu en gerði á dögunum sitt þriðja tilboð í að kaupa hlut hinna í liðinu. "Almennt álit fólks er að félagið sé í góðum höndum," sagði Giggs. "Félagið er vel rekið, hefur aldrei verið betra og engu þarf að breyta."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×