Erlent

Banna flakk andanna

Víetnömsk yfirvöld hafa skipað þarlendum bændum að hafa eftirlit með öndum sem þeir ala og gæta þess að þær flakki ekki langt frá bóndabæjum þeirra. Þetta er gert til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensunnar. Bændur hafa alla jafna leyft öndum sem þeir halda að flakka nokkuð frjálst um hrísgrjónaakra þeirra og áveituskurði. Stjórnvöld segja þetta hins vegar auka hættu á útbreiðslu fuglaflensunnar og hafa bannað þetta meðan landsmenn fagna nýju ári. Nú verða bændur að halda endur í búrum eða á eigin tjörnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×