Erlent

Þrjátíu létust í árásum vígamanna

Í það minnsta þrjátíu manns létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Fimmtán manns létu lífið og sautján særðust í bílsprengjuárás í Baquba þegar bifreið var lagt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar þar og hún sprengd í loft upp. Margir þeirra sem létust og særðust voru menn sem sóttust eftir vinnu hjá lögreglunni. Árásin í Baquba var sú mannskæðasta í Írak í gær. Önnur mannskæð árás átti sér stað í Mosul. Þar sprengdi maður sig í loft upp á lóð Jumhouri-sjúkrahússins. Tólf lögreglumenn sem gættu sjúkrahússins létust. Að sögn vitna kallaði árásarmaðurinn lögregluna til sín áður en hann sprengdi sprengjuna sem hann bar á sér. "Ég heyrði sprenginguna. Þegar ég fór að athuga hvað hafði gerst sá ég lík út um allt," sagði Ali Mahmoud al-Obeidi, stjórnandi sjúkrahússins. Þrír óbreyttir borgarar létust í sprengjuárás á lögreglustöð í Mosul.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×