Sport

Rio ósáttur við Glazer

Hlutabréf í Manchester United hafa hækkað gríðarlega eftir að tíðindi bárust af því um helgina að bandaríski auðkýfingurinn Malcom Glazer hefði gert tilboð í félagið. Lið United er metið á um 800 milljónir punda og hefur Glazer að sögn náð að útvega sér nægt fé til að mæta kröfum stjórnar liðsins. Ekki eru allir hrifnir af áformum Bandaríkjamannsins og hefur Rio Ferdinand meðal annars lýst yfir áhyggjum yfir því að nýir menn eignist félagið sem á sér mikla hefð í knattspyrnusögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×