Erlent

Páfi ákveður sjálfur afsögn

Utanríkisráðherra Páfagarðs sagði í dag að aðeins Jóhannes Páll páfi sjálfur geti tekið ákvörðun um það hvort hann láti af embætti vegna heilsubrests. Páfar eru kjörnir til lífstíðar. „Við treystum Páfanum. Hann mun eiga þetta við samvisku sína,“ sagði Angelo Sodano kardínáli þegar hann var spurður um möguleika á því að Jóhannes Páll dragi sig í hlé. Tilkynnt var í Páfagarði í dag að páfi yrði eitthvað lengur á sjúkrahúsi en upphaflega var áætlað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×