Erlent

Sanna að það sé ekki neyðarástand

Bresk mannréttindasamtök hafa leitað til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna til þess að sanna að ekkert neyðarástand vegna hættu á hryðjuverkum ríki í Bretlandi. Bretar lýstu einir Evrópuþjóða yfir neyðarástandi eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001. Sú yfirlýsing þýðir að stjórnvöld þurfa ekki að fara eftir mannréttindasáttmála Evrópu um rétt manna til réttlátra réttarhalda. Lögreglan getur einnig handtekið og fangelsað útlendinga, án þess að leggja fram ákæru gegn þeim. Þessu vilja mannréttindasamtökin hnekkja með því að sanna fyrir Mannréttindadómstólnum að ekkert neyðarástand ríki í Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×