Sport

Hakkinen keppir aldrei aftur

Finninn Mika Hakkinen, sem er tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum, segist aldrei ætla að keppa aftur. Orðrómar voru á kreiki um að Hakkinen hefði í hyggju að keppa fyrir McClaren á nýjan leik en hann staðfesti að þessar sögur væru reistar á veikum grunni. "Ég er ekki ungur og aldur getur orðið visst vandamál í þessari íþrótt," sagði Hakkinen. "Það er óhugsandi að ég fari að keyra aftur því að sá tími nálgast óðfluga að viðbrögð mín verði hægari og að sjónin verði daprari." Hakkinen varð heimsmeistari tvö ár í röð, 1998 og 1999, en hefur ekki keppt síðan 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×