Erlent

Gíslatökumaðurinn gafst upp

Maður, sem ekki var vitað deili á og ruddist inn í spænsku ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun þar sem hann tók starfsmenn í gíslingu, hefur gefist upp. Hann barði niður dyravörð áður en hann hélt inn í húsið en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður. Aðra starfsmenn sakaði ekki. Svissneska lögreglan girti af svæði umhverfis ræðismannsskrifstofuna en þar eru sendiráð allmargra ríkja. Ekki hefur enn verið greint frá því hvað manninum gekk til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×