Sport

Gauti Jóhannesson á EM

Gauti Jóhannesson úr UMSB náði þeim glæsilega árangri um helgina að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss sem fram fer í Madrid í vor. Gauti sigraði á móti í Svíþjóð um helgina og hljóp 1.500 metrana á þremur mínútum og 47,99 sekúndum, sem er einum hundraðshluta úr sekúndu undir lágmarkinu inn á Evrópumótið. Var þetta besti tími sem hlaupið hefur verið á í Svíþjóð á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×