Sport

Lokeren og Moeskroen skildu jöfn

Íslendingaliðið Lokeren gerði jafntefli við Moeskroen á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld, 1-1. Rúnar Kristinsson lagði upp mark Lokeren. Auk hans voru þeir Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson í liðinu. Lokeren er í 8. sæti deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×