Erlent

Páfi blessaði fólk í Róm

Jóhannes Páll páfi kom út í glugga á herbergi sínu á Gemelli-spítalanum í Róm nú fyrir stuttu, veifaði til mannfjöldans og blessaði hann. Páfi líktist sjálfum sér, var hrumur og veikburða og líklega engu meira veikburða en hann hefur verið undanfarin ár. Aðstoðarmaður hans las upp yfirlýsingu frá páfa þar sem hann þakkaði heimsbyggðinni fyrir sýnda umhyggjusemi í veikindum sínum. Þá var tekið skýrt fram í yfirlýsingunni að páfi væri enn í forsvari fyrir Vatíkanið og gæti fullvel sinnt starfinu frá sjúkrabeði sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×