Erlent

27 látnir í rútuslysi í Indlandi

Að minnst kosti 27 létust og 14 slösuðust lavarlega þegar rúta fór út af vegi og endaði ofan í gili í Kashmir-héraði á Indlandi í dag. Samkvæmt lögreglu á svæðinu virðist sem bílstjóri rútunnar hafi misst stjórn á henni í beygju, en vegir á svæðinu eru mjög hálir vegna mikilla rigninga að undanförnu. Rútan var yfirfull af fólki og eru einhverjir enn fastir í flakinu og því óttast lögregla að tala látinna eigi eftir að hækka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×