Erlent

Yfirmanni olíuáætlunar refsað

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á að Benon Sevan, yfirmanni olíusöluáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá valdatíma Saddams Husseins í Írak, verði refsað. Í rannsóknarskýrslu sem birtist í gær kom fram að framkvæmd áætlunarinnar hefði verið meingölluð og að mikil spilling hefði þrifist meðal þeirra embættismanna sem unnu að málinu. Í skýrslunni kemur fram að olíufyrirtæki í Sviss hafi líklega mútað Sevan, en ekki liggi enn fyrir hve mikið hann hafi hagnast. Ekki hefur verið lagt til hvernig honum verði refsað en það mun liggja fyrir snemma í næstu viku. Enn er beðið skýrslu um það hvort Kofi Annan sjálfur ásamt syni sínum Kojo hafi á einhvern hátt blandast inn í þetta spillingarmál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×