Erlent

Bendir til yfirburðasigurs sjíta

Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Írak benda til þess að nærri þrír fjórðu hlutar kjósenda hafi kosið bandalag sjíta, sem er undir áhrifum trúarleiðtogans Alis al-Sistanis. Flokkur Iyads Allawis, forætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar virðist hins vegar aðeins hafa fengið um átján prósent atkvæða. Ekki er búist við að endanlegar niðurstöður liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×