Erlent

Hættuástandi aflýst í Svíþjóð

Íbúum í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð hefur verið leyft að fara út aftur en þeim var skipað að vera innandyra eftir að tíu þúsund tonn af brennisteinssýru láku úr tanki verksmiðju rétt utan við bæinn í morgun. Að sögn hins sænska Aftonbladet voru sex starfsmenn verksmiðjunnar fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra er talinn í lífshættu. Ástæður lekans eru ókunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×