Lífið

Móðurhlutverkið það besta í heimi

"Móðurhlutverkið leggst æðislega í mig. Þetta er það besta í heimi, það er engin klisja," segir handboltakonan Ágústa Edda Björnsdóttir sem eignaðist soninn Sindra Dag þann 12. september árið 2003. Ágústa Edda er í masternámi í háskólanum og segir þægilegt að stunda skólann ásamt móðurhlutverkinu. Hún segir Sindra Dag mikinn orkubolta. "Hann er mjög góður en það þarf alveg að hafa fyrir honum. Hann er rosalega kátur og lífsglaður sem gerir þetta allt miklu auðveldara," segir Ágústa og bætir við að hún geti vel hugsað sér að fjölga enn frekar í fjölskyldunni. "Það kemur að því, kannski eftir ca. eitt til þrjú ár. Það eru aðeins 13 mánuðir á milli mín og systur minnar og svo stutt myndi ég aldrei hafa á milli minna barna. Í rauninni skil ég ekki hvernig foreldrar mínir fóru að." Lestu ítarlegra viðtal við Ágústu Eddu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.