Erlent

Cox á móti Hillary

Edward Cox, tengdasonur Richards Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, íhugar að bjóða sig fram á móti Hillary Clinton í kosningum til öldungardeildar þingsins á næsta ári. Allt eins líklegt þykir að Cox hljóti útnefningu repúblikana þar sem ólíklegt er að Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, eða George Pataki ríkisstjóri muni sækjast eftir útnefningu. Stjórnmálaspekingar í Bandaríkjunum búast frekar við því að Giuliani og Pataki muni fara í forsetaframboð árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×