Erlent

Rice á leið til Palestínu

Fyrsta opinbera heimsókn Condoleezza Rice sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður til Mið-Austurlanda. Háttsettir menn innan ráðuneytisins segja að vegna batnandi samskipta Ísraela og Palestínumanna vilji Rice leggja áherslu á að koma friðarviðræðum á skrið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur hrósað Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, fyrir að ná að semja um vopnahlé við öfgamenn og banna almenningi að bera vopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×