Innlent

Símamenn fella samninga

Símsmiðir og rafeindavirkjar hjá Símanum hafa fellt kjarasamninga sem Rafiðnaðarsambandið gerðu við fyrirtækið. Á kjörskrá voru 250 manns en 133 greiddu atkvæði. Rúmlega helmingur þeirra, eða 71, greiddi atkvæði gegn samningnum en 61 félagsmaður samþykkti hann. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að símsmiðir hafi verið óánægðir með samninginn. Þeir hafi sett ákveðin grundvallarskilyrði sem hafi ekki verið uppfyllt. Hann segir að búið sé að boða til samningafundar með Símanum á mánudagsmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×