Erlent

NCC neitar kostnaðaráætlun

Øyvind Kvaal, talsmaður sænska verktakafyrirtækisins NCC, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekkert væri til í því að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Hópur Eyjamanna með Árna Johnsen í fararbroddi kynnti slíka kostnaðaráætlun í nafni fyrirtækisins í síðustu viku. Árni Johnsen segir fréttina byggða á misskilningi þar sem spurt væri út í skuldbindandi tilboð. "Það sem liggur fyrir og er undirskrifað af fulltrúa þeirra er bara kostnaðaráætlun út frá ákveðnum verkþáttum sem þeir hafa skoðað og þekkja." "Nei, og hann hefur enga kostnaðaráætlun frá NCC," sagði Kvaal hins vegar í fréttum Stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×